Og ekki bara það...

...heldur hef ég heyrt að margir Íslendingar hafi undir höndum lista með öllum skráðum símanúmerum samlanda sinna ásamt nafni þeirra og heimilisfangi. Heyrst hefur að óprúttnir aðilar hafi nýtt sér þessar upplýsingar til að ná sambandi við fólk og reynt að pranga inn á það alls kyns varningi á misgóðum kjörum.

Upplýsingafulltrúi Já•is viðurkenndi í viðtali um daginn að upplýsingarnar hafi verið sóttar í gagnagrunn fyrirtækisins og þeim síðan dreift um landið þvert og endilangt, hverjum til kaups sem borga vildi.

Ekki hefur náðst í forstjóra fyrirtækisins, en í yfirlýsingu sem send var frá þeim fyrr í dag kemur fram að hægt hafi verið að nálgast þessar upplýsingar um nokkurt skeið á vefnum ja.is, sem ku vera einhverskonar leitarsíða fyrir upplýsingar af þessu tagi.


mbl.is Upplýsingar um Facebook-notendur birtar á Pirate Bay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvað með það

einu sinni voru nu öll símanúmer skráð í símaskrána 

sæsi (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:40

2 identicon

sæsi, það er pointið sem hann er að meika, þetta eru opnar upplysingar, engin viðkvæm gögn, en það er samt hægt að nota þær i markaðsrannsóknum.

joi (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Hahahaha!

Held að Sæsi hafi ALVEG misst af kaldhæðninni í pistlinum :D

Árni Viðar Björgvinsson, 30.7.2010 kl. 01:26

4 Smámynd: Davíð Oddsson

Humm, já, svo virðist sem Árni hafi hitt naglann á höfuðið.

Þessi tilbúna frétt mín átti nú að sýna fram á það hvernig upphaflega fréttin snérist í raun um ekki neitt - en þar sem ritsnilld mín er nú ekki meiri en hún er, þá hefur mér greinilega tekist að klúðra þessu eitthvað. Samt gott að sjá að einhverjir náðu því sem ég var að reyna að segja :)

Davíð Oddsson, 30.7.2010 kl. 18:33

5 identicon

Góður punktur hjá þér Davíð, en frekar  langrækið, því allar upplýsingar um allar upplýsingar um Íslendinga, eru hvort sem er allt vaðandi um á netinu, ef það er ekki yfir höfuð á símaskránni á netinu eða í bundnu formi...

Brynja (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Oddsson

Höfundur

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson

Í fæstum tilvikum er ég sá sem þið haldið, nema þið haldið að ég sé ég.

Spurt er

Myndir þú leika í klámmynd fyrir 500 milljónir?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband