Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvort kjósum við, þingmenn eða flokka?

Þó ég feginn vildi geta kosið einstaka þingmenn, þá býður kerfið ekki upp á annað en að kjósa flokk frekar en einstaklinga.

Því þykir mér undarlegt þegar þingmenn skipta um flokk á miðju kjörtímabili - og sitja samt áfram á þingi!

Nærtækt dæmi er t.d. Þráinn Bertelson, sem gekk til liðs við VG, frá Hreyfingunni. Hefði ekki verið rétt að hann viki þá af þingi - eða kæmi í staðinn fyrir annan þingmann VG - og Hreyfingin hefði átt að kalla inn varaþingmann í stað þess sem fór frá henni?

Ég vissi nefnilega ekki að Þráinn hefði fengið þessi atkvæði persónulega, eða að VG væri allt í einu með fleiri þingsæti en þeir fengu úr kosningum þó þeim áskotnaðist nýr félagi í flokkinn. Eins vissi ég ekki heldur að þingmönnum Hreyfingarinnar hefði fækkað þó Þráinn vildi ekki lengur vera memm? (reyndar má færa rök fyrir því að Hreyfingin hafi ekki þann þingstyrk sem hún hafði við úrslit kosninga - en það sama má líklega segja um VG).

Ástæða þess að ég er að pæla í þessu núna allt í einu, er það útspil hjá Lilju Móses, Atla og hinum þarna sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, að neita að styðja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í framhaldi af því hafa heyrst raddir um að þessir ágætu þingmenn muni hugsanlega hverfa frá VG og knýja dyra hjá öðrum flokkum, sem hugsanlega eiga meiri samleið með þeim.

Gerist það, þá fer maður óneitanlega að hugsa um þetta sem ég nefndi fyrst - væri eðlilegt að þessir 3 þingmenn sætu áfram á þingi í nýjum flokk(um)?

Sem sagt: Kjósum við flokk, eða kjósum við þingmenn?


Um bloggið

Davíð Oddsson

Höfundur

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson

Í fæstum tilvikum er ég sá sem þið haldið, nema þið haldið að ég sé ég.

Spurt er

Myndir þú leika í klámmynd fyrir 500 milljónir?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband