Færsluflokkur: Pældíðí

Bílbelti

Öryggi bílbelta er stórlega ofmetið. Ég er alveg búinn að sjá það út að það er algjör óþarfi að nota bílbelti þegar maður lendir ekki í óhappi.

Hér eftir set ég bara á mig beltið áður en ég lendi í árekstri.


Klukkan 7...

Mér finnst að klukkan verði sjö full snemma. Ég væri t.d. alveg sáttur með að klukkan yrði sjö bara um það leyti sem ég er tilbúinn að vakna.


Umferðarljós

Ef allir myndu nú taka af stað um leið og græna ljósið kemur í stað þess að bíða eftir því að næsti bíll á undan sé komin yfir gatnamótin (ok smá ýkjur kannski :) þá kæmust töluvert fleiri bílar yfir gatnamótin í hverjum hring.

Næst þegar þið eruð á ljósum, horfið þá á ljósin en ekki bara á næsta bíl. Ef þið þurfið svo að stoppa vegna þess að bíllinn á undan er ekki farinn af stað - flautið þá á hann :)

Pælið í því.


Að borða

Af öllu því sem maður gerir við borð - og margt mun oftar og meira en að eta - hvers vegna skyldi það að eta við borð hafa verið valið sem borðorðið?

Ég legg til að orðið borða verði endurskilgreint sem það að spila við borð. Þá gætum við farið að heyra skemmtilegar setningar eins og: "Eigum við ekki að borða eina kasínu?", "Hvort viljiði borða Olsen eða Veiðimann í kvöld?" og "Hey strákar eigum vð að borða póker um helgina?"

Bara smá pæling...


Vinnuvikan...

Ef vinnutíminn yrði lengdur í 10 tíma á dag, þá næðum við 40 tímum á 4 dögum og gætum átt 3ja daga helgar um hverja helgi.

Pæliðíðí...


Um bloggið

Davíð Oddsson

Höfundur

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson

Í fæstum tilvikum er ég sá sem þið haldið, nema þið haldið að ég sé ég.

Spurt er

Myndir þú leika í klámmynd fyrir 500 milljónir?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband