10.8.2010 | 12:30
Hvers vegna ekki að taka þetta alla leið?
Mér finnst þetta nú vera yfirklór. Ég vil fá DNA greiningu með öllum matvælum svo við getum virkilega borið saman það sem við viljum kaupa.
Hugsið ykkur t.d. ef ég myndi nú t.d. kaupa vangefna gulrót, ég meina er það ekki stórhættulegt? Eða ef nautið sem ég kaupi kunni ekki að hlaupa? Ætli það sé ekki smitandi?
Hættum svona hálfgildings aðgerðum og göngum alla leið einu sinni.
Það vita það allir sem vilja vita að erfðabreytt matvæli eru stórhættuleg, alveg svona álíka hættuleg og Færeyska lambakjötið, sem allir vita að er stórkostlega erfðabreytt frá þeim stofni sem það var upphaflega frá.
Ég meina... eru ekki 2 erfðabreyttir stofnar í Færeyjum? Annar með styttri hægri fætur, af því að þær ganga réttsælis um eyjarnar og svo hinar með styttri vinstri fætur af því þær ganga rangsælis. Ekki vil ég borða kjöt af svoleiðis erfðaslysum.
Nei takk við Færeysku lambakjöti! Nei takk við erfðabreytingum!
Skylda að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Davíð Oddsson
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eðlileg krafa að allir basar í DNA viðkomandi lífveru séu birtir utan á viðkomandi vöru. Ávaxtaflugumauk væri með 180.000.000 stafa lýsingu og ef mannasafi kæmi einhverntíman á markað væri lýsingin á flöskunni 3200.000.000 bókstafir. Við eigum að gera þá kröfu að allar upplýsingar séu til staðar áður en neytandinn tekur sína ákvörðun! Af því að fólk tekur ALLTAF upplýstar ákvarðanir þegar það verslar!
Arnar Pálsson, 10.8.2010 kl. 14:40
Nákvæmlega Arnar.
Davíð Oddsson, 10.8.2010 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.