22.8.2010 | 16:44
Aumingjasamfélag?
Mátti ekki konan dansa ef henni sýndist svo?
Í stað þess að hringja í lögguna hefðu þessir vesalingar kannski frekar átt að benda konunni á það að það sæist hugsanlega meira en hún vildi. Ef henni var svo sama, gat þá ekki öðrum staðið á sama líka bara?
Erum við að breytast í algjört aumingjasamfélag sem hringir í lögguna út af öllum sköpuðum hlutum?
Verst að ég var ekki í bænum til að njóta uppákomunnar :)
Handtekin fyrir ósiðlegan dans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Davíð Oddsson
Spurt er
Myndir þú leika í klámmynd fyrir 500 milljónir?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér hefur alltaf verið aumingjasamfélag. Alveg frá því að ég man fyrst eftir mér, var tepruskapurinn alveg að tröllríða þjóðfélaginu. Og ekki bætti úr skák þegar öfgafemínisminn bættist ofan á. Svona dans, sama hve ósiðlegur hann þykir hér væri álitinn ósköp eðlilegur á svipuðum hátíðum á meginlandi Evrópu.
Já, þetta eru aumingjar.
Vendetta, 22.8.2010 kl. 17:02
Löggan er fljót í svona rugl útköll og að handsama gamlingja sem gáfu fuglum brauð á Lækjartorgi, en minna fer fyrir færni og árangri í stærri málum eins og menn sjá þessa dagana, nefni engin nöfn.
Skarfurinn, 22.8.2010 kl. 17:20
Aumingja samfélag? Hafiði einhverja hugmynd um það hvað húns var að gera? kannski var hún að gera eitthvað hrikalega gróft, t.d. putta sig á almanna færi eða fara að hægja sér á gangstáttina og þetta átti að vera hluti af einhverjum "dansi" hjá henni. þetta hefur greinilega sært það mikið blygðunarkenndina hjá fólki að það hefur hringt á lögregluna.
Það er svo hrikalega mikið til að klikkhausum í kringum okkur að maður gerir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því.
En ég er samt sammála ykkur í því að samfélagið ber oft á tíðum einkenni aumingjasamfélags.....enda samkvæmt "fólk er fífl" kenningunni minni þá eru 3 af hverjum 5 fífl.
palli (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 17:52
Hún var nú bara að dansa uppi á svölum í pilsi, sem varð til þess að vegfarendur sáu upp undir hana.
Ég get ómögulega séð að það sé tilefni til að hringja í einn eða neinn.
Og þó svokölluð blygðunarkennd fólks sé misboðið, er það þá tilefni til að hringja í lögregluna? Gat þetta aumingjans feimna fólk ekki bara horft eitthvað annað ;)
Davíð Oddsson, 22.8.2010 kl. 17:59
Að dansa uppi á svölum var allt sem þurfti til að kalla fasistasveitina út. Réttast hefði verið að endurnefna Reykjavík Teheran II á sama tíma og Miklatún var endurskírt. Og þótt svo að hún væri nærbuxnalaus eða væri að putta sig, hvað með það? Það skaðar engan og kemur bara engum við. Þeir sem ekki vilja sjá það geta bara horft eithhvað annað, eins og Davíð bendir á.
Varðandi dugleysi lögreglunnar í öðru ónefndu máli, eins og Skarfurinn bendir á, þá hefur íslenzka löggan beðið mikinn hnekki. Nú hefur komið í ljós að hún getur bara leyst morðmál, þar sem er aðeins er einn grunaður og þar sem hann er sökudólgurinn. Ef málið er bara pínulítið flókið, þá stendur löggan á gati (Keystone Cops).
Svo líka þetta með að þurfa að senda öll dna-sýni til útlanda og bíða svo margar vikur eftir niðurstöðum, þegar margir sérfræðingar eru fyrir hér á landi sem hafa boðizt til að aðstoða, en sem lögregluyfirvöld í heimsku sinni hnusa við. Því lengur sem morðsókn tekur, þess minni líkur eru á að gerandinn finnist.
Vendetta, 22.8.2010 kl. 18:27
JÁ, FÓLK AETTI AD UPPLIFA SUMAR-HÁTÍDIR HÉR SUDUR Á SPÁNI !!!! STUTT PILS EF PILS MÁ KALLA= G-STRENG EDA EK....!!! HEFDI EINHVER SAGT EITTHVAD HEFDI THETTA SHOW VERID Á GAY-PRIDE???? KV. AF SUNNAN ;))
Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 22.8.2010 kl. 19:48
Það kom nú ekki fram hjá mbl.is en skv. visir.is og því sem ég heyrði á "götunni" þá var hún ekki handtekin vegna dansins heldur vegna þess að það var hætta á að hún myndi detta af svölunum (hún var víst mjög drukkin) og vildi ekki verða við beiðni lögreglu um að fara inn.
Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 22:54
Það er skýring lögreglunnar á handtökunni já - en ég var hins vegar að hneykslast á því að einhver skyldi sjá ástæðu til að hringja í lögguna.
Svo er það ekki í verkahring lögreglunnar, þar fyrir utan, að handtaka fólk sem getur hugsanlega meitt sig. Þá ættu nú ansi margir að sitja inni held ég.
Davíð Oddsson, 23.8.2010 kl. 00:26
Ef þetta var ósiðlegt hvað þá með sprellið uppi á vörubílspöllum á Gaypride? Er kannski næsta verk tepruhópsins að setja upp sturtuhengi í sturtuklefum sundlauganna? Engin furða þó lögreglan eigi það til að vera hálf önug í samskiptum ef þeir þurfa að eyða kröftunum í svona rugl í stað þess að elta uppi alvöru glæpi.
Jóhannes (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 00:41
Gay Pride er með leyfi - það er fasismi og homma/lesbíu fóbía að gagnreýna eitthvað hjá þeim -- skammastu þín Jóhannes.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 02:22
og hvað er að því að vera með homma og lesbíufóbíu.... lítið hægt að gera við því. Ég hugsa að það myndi særa blygðunarkenndina mína meira ef að ég myndi sjá tvo gaura vera að káfa á hvorum öðrum. Ég myndi alveg skoða það að hringa í lögregluna ef ég væri að labba með börnin mín framhjá tveimur slíkum niðri á lækjartogi!
pétur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 15:51
Það er slæmt að hafa fóbíur. Flestir vilja í það minnsta losna við slíkt :)
Davíð Oddsson, 24.8.2010 kl. 00:15
Það er spurning hvort þessi ameríski dómari hafi skroppið á menningarkvöld í Reykjavík og hvort það hafi ekki bara verið hann sem hringdi í lögguna?
Davíð Oddsson, 24.8.2010 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.