18.12.2010 | 17:03
Hvort kjósum við, þingmenn eða flokka?
Þó ég feginn vildi geta kosið einstaka þingmenn, þá býður kerfið ekki upp á annað en að kjósa flokk frekar en einstaklinga.
Því þykir mér undarlegt þegar þingmenn skipta um flokk á miðju kjörtímabili - og sitja samt áfram á þingi!
Nærtækt dæmi er t.d. Þráinn Bertelson, sem gekk til liðs við VG, frá Hreyfingunni. Hefði ekki verið rétt að hann viki þá af þingi - eða kæmi í staðinn fyrir annan þingmann VG - og Hreyfingin hefði átt að kalla inn varaþingmann í stað þess sem fór frá henni?
Ég vissi nefnilega ekki að Þráinn hefði fengið þessi atkvæði persónulega, eða að VG væri allt í einu með fleiri þingsæti en þeir fengu úr kosningum þó þeim áskotnaðist nýr félagi í flokkinn. Eins vissi ég ekki heldur að þingmönnum Hreyfingarinnar hefði fækkað þó Þráinn vildi ekki lengur vera memm? (reyndar má færa rök fyrir því að Hreyfingin hafi ekki þann þingstyrk sem hún hafði við úrslit kosninga - en það sama má líklega segja um VG).
Ástæða þess að ég er að pæla í þessu núna allt í einu, er það útspil hjá Lilju Móses, Atla og hinum þarna sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, að neita að styðja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í framhaldi af því hafa heyrst raddir um að þessir ágætu þingmenn muni hugsanlega hverfa frá VG og knýja dyra hjá öðrum flokkum, sem hugsanlega eiga meiri samleið með þeim.
Gerist það, þá fer maður óneitanlega að hugsa um þetta sem ég nefndi fyrst - væri eðlilegt að þessir 3 þingmenn sætu áfram á þingi í nýjum flokk(um)?
Sem sagt: Kjósum við flokk, eða kjósum við þingmenn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 18:17
Make my day á íslensku?
Er það ekki bara: Meik mæ dey?
Hvernig segir maður Make my day á íslensku? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2010 | 20:00
Bílbelti
Öryggi bílbelta er stórlega ofmetið. Ég er alveg búinn að sjá það út að það er algjör óþarfi að nota bílbelti þegar maður lendir ekki í óhappi.
Hér eftir set ég bara á mig beltið áður en ég lendi í árekstri.
Pældíðí | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2010 | 19:57
Klukkan 7...
Mér finnst að klukkan verði sjö full snemma. Ég væri t.d. alveg sáttur með að klukkan yrði sjö bara um það leyti sem ég er tilbúinn að vakna.
Pældíðí | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2010 | 12:54
Burt með þessa nefnd.
Skýtur það ekki skökku við í landi sem telur sig lýðræðislegt og tiltölulega frjálst, að fólki sé ekki frjálst að nefna og skrá börn sín þeim nöfnum sem það kýs sjálft?
Óháð því hvað fólki finnst almennt um nöfn og rithætti þeirra - þá getur það varla samrýmst þeim kröfum um persónufrelsi og almenn mannréttindi að "eitthvað fólk úti í bæ" geti valið og hafnað nöfnum barna okkar eftir eigin geðþótta - eða hvað?
Persónulega finnst mér rithátturinn "Cæsar" vera út í hött hér á landi - en er það mitt að dæma um það? Er það í raun einhverra að dæma um það annara en þeirra er málið varðar? Mitt svar er nei.
Lér samþykktur en Cæsar hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2010 | 12:40
Skyldu þær hafa verið eitthvað kindarlegar?
Tjah... maður hlýtur að velta því fyrir sér allavega :)
Geitur á ofskynjunarsveppum ólíkar sjálfum sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 13:01
Er þetta ekki snúið mál?
Nú hlýtur maðurinn að skulda embættinu nýja rúðu. Hver verður þá umboðsmaður rúðuskuldarans í því máli?
Þetta á eftir að verða snúið mál trúi ég...
Braut rúðu hjá umboðsmanni skuldara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 19:08
Svo brenna krosstré sem önnur tré
Eða einhvernveginn þannig :Þ
Annars er hún alveg ótrúleg þessi skemmdarfýsn margra. Ekkert má vera í friði ef menn halda að þeir komist upp með að skemma það :(
Ég hef aldrei skilið þessa áráttu.
Kveiktu í Krýsuvíkurkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.9.2010 | 13:10
Fjölskylduferð...
"Hann sagði mér að hann hefði farið til Kína til að hitta fjölskyldu sína," sagði Hiu fyrir rétti.
Þetta var auðvitað satt og rétt, í það minnsta var það rétt þegar hann kom til baka :)
Tvíkvæni upplýst á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010 | 21:43
Er það þetta sem menn kalla að brenna peninga?
Nei ég bara segi svona :)
Annars er þetta spennandi verkefni. Verður gaman að sjá hvað kemur í ljós við þetta.
Geimfar til sólarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Davíð Oddsson
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar