4.9.2010 | 16:09
Hárrétt
Auðvitað á að vera jöfn skipting í ríkisstjórn Íslands eins og annars staðar.
Krafan hlýtur að vera þessi:
Jöfn kynjaskipting í ríkisstjórn STRAX!
Jöfn kynjaskipting á togurum STRAX!
Jöfn kynjaskipting í ruslinu STRAX!
Jöfn kynjaskipting í hjónabandi STRAX!
...eða hvað? Erum við kannski komin út í einhverjar öfgar hérna?
Neeeihhh... er það nokkuð?
Svo má ekki gleyma að það vantar alveg fulltrúa geðveikra í ríkisstjórnina - eða hvað?
Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.8.2010 | 17:59
Æ, æ
Þetta er nú svolítið fyndið :)
Minnir mig á gamlan brandara sem ég heyrði sem ungur drengur.
Nýjasta tækniundrið var að fara að leggja af stað með farþegana. "Spennið beltin" ljósin kvikna og rödd heyrist í hátalarakerfinu:
Góðir farþegar, velkomnir um borð í fyrstu algerlega sjálfvirku flugvélina. Til að hámarka öryggi og útiloka mannleg mistök, er enginn flugmaður um borð, heldur er flugvélinni alfarið stýrt af fullkomnustu tölvum og tæknibúnaði sem völ er á.
Hafið því engar áhyggjur, það getur ekkert farið úrskeiðis - úrskeiðis - úrskeiðis - úrskeiðis - úrskeiðis - úrskeiðis - úrskeiðis - úrskeiðis - úrskeiðis...
Farþegum tilkynnt að vélin væri að hrapa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2010 | 15:38
Umferðarljós
Ef allir myndu nú taka af stað um leið og græna ljósið kemur í stað þess að bíða eftir því að næsti bíll á undan sé komin yfir gatnamótin (ok smá ýkjur kannski :) þá kæmust töluvert fleiri bílar yfir gatnamótin í hverjum hring.
Næst þegar þið eruð á ljósum, horfið þá á ljósin en ekki bara á næsta bíl. Ef þið þurfið svo að stoppa vegna þess að bíllinn á undan er ekki farinn af stað - flautið þá á hann :)
Pælið í því.
Pældíðí | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 14:13
Var maðurinn ekki bara að leggja inn?
Það hefur líklega gengið erfiðlega að koma bílnum í verð, svo hann hefur bara ákveðið að leggja inn bílinn sjálfan...
Ók inn í Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2010 | 16:44
Aumingjasamfélag?
Mátti ekki konan dansa ef henni sýndist svo?
Í stað þess að hringja í lögguna hefðu þessir vesalingar kannski frekar átt að benda konunni á það að það sæist hugsanlega meira en hún vildi. Ef henni var svo sama, gat þá ekki öðrum staðið á sama líka bara?
Erum við að breytast í algjört aumingjasamfélag sem hringir í lögguna út af öllum sköpuðum hlutum?
Verst að ég var ekki í bænum til að njóta uppákomunnar :)
Handtekin fyrir ósiðlegan dans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.8.2010 | 21:26
Að borða
Af öllu því sem maður gerir við borð - og margt mun oftar og meira en að eta - hvers vegna skyldi það að eta við borð hafa verið valið sem borðorðið?
Ég legg til að orðið borða verði endurskilgreint sem það að spila við borð. Þá gætum við farið að heyra skemmtilegar setningar eins og: "Eigum við ekki að borða eina kasínu?", "Hvort viljiði borða Olsen eða Veiðimann í kvöld?" og "Hey strákar eigum vð að borða póker um helgina?"
Bara smá pæling...
Pældíðí | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 11:28
Sönnun?
Er þetta sönnun á því að guð er ekki til? Og þá væntanlega Allah sömuleiðis? Trúarbragðastríð og átök vegna mismunandi trúarskoðana kristinna og múslima hlýtur hér með að vera lokið :)
Taívanskur maður kvæntist guðlegri veru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.8.2010 | 20:21
Frábært
Ungur íslenskur klifrari fær mikið lof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 15:40
Góður viðskiptaráðherra
Hann fær spurningu um myntkörfulán, en af því það var óþægileg spurning fyrir hann á þeim tíma, þá ákvað hann að svara bara annarri spurningu í staðinn.
Svo skilur hann ekkert í því að það hafi verið haft "rangt" eftir honum - haha :)
Ranglega vitnað í ræðu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2010 | 12:47
Spurði einhver hrútana?
Þukla á íturvöxnum hrútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Davíð Oddsson
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar