4.9.2010 | 16:09
Hárrétt
Auðvitað á að vera jöfn skipting í ríkisstjórn Íslands eins og annars staðar.
Krafan hlýtur að vera þessi:
Jöfn kynjaskipting í ríkisstjórn STRAX!
Jöfn kynjaskipting á togurum STRAX!
Jöfn kynjaskipting í ruslinu STRAX!
Jöfn kynjaskipting í hjónabandi STRAX!
...eða hvað? Erum við kannski komin út í einhverjar öfgar hérna?
Neeeihhh... er það nokkuð?
Svo má ekki gleyma að það vantar alveg fulltrúa geðveikra í ríkisstjórnina - eða hvað?
Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Davíð Oddsson
Spurt er
Myndir þú leika í klámmynd fyrir 500 milljónir?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hafa ekki margar konur unnið með mér síðan ég hóf að læra vélvirkjun 1962. Þær eru reyndar tvær og var hlíft svo sem kostur var enda ég þá verkstjóri. En þær gáfust upp báðar og fundu sér starf á skrifstofum þar sem að meirihluta voru konur. Jafnrétti það sem nú er talað um af steingeldum kerlingum og fáráðum körlum er ekki jafnrétti heldur bara þvaður.
Það er hægt að nota hesta jöfnum höndum hvort kynið sem um er að ræða. En 55kg kona stenst aldrei samjöfnuð við 90kg karl þegar til alvöru dregur. 90 kg karl stenst heldur aldrei samjöfnuð við 55kg konu í þolinmæði. Það er ekki af neinu sem konur eru svo miklu betri körlum á snyrtiborðum frystihúsanna og þær hafa sýnt þar og annarstaðar að þær geta haldið einbeitninni miklu lengur við karlar slík störf.
Konur eru hinsvegar oft á tíðum mjög frákverfar rökum og er ekkert við því að gera þó að þær hugsi með hjartanu, það er bara þeirra eðli. Jafnrétti verður aldrei komið á milli kvenna og karla með einhverri 50-50% reglu.
Í mörgu tilliti eiga konur að hafa meiri rétt en við karlar því þær eru lífið og börn framtíðinn en við eigum að vera skástífa við líf.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.9.2010 kl. 17:09
Ég segi bara heyr heyr, orð að sönnu það þarf jafnréttir en sumar þurfa að vera jafnari ! :-)
Jón Svavarsson, 4.9.2010 kl. 18:18
Brynja (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 18:44
Það ætti að senda þessa feminista til Arabíu og sjá þær svo væla um hvað lífið er slæmt hér á Íslandi eftir það.
Raggi (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 19:01
Eina ójafnréttið sem ég sé í þessum hrókeringum er að Árni Páll skuli ekki hafa verið látinn fara líka :þ
Það hefði þá verið hægt að setja inn konu í staðinn fyrir hann.
Brynja, þú getur varla verið hvortveggja; á móti kynjakvóta og á móti því að ríkisstjórnin velji þá sem hún telur hæfastan til að stýra hverju ráðuneyti fyrir sig? Ekki það að ég sé að halda því fram að í ríkisstjórninni sé "valinn maður í hverju rúmi" - langt því frá. Ég held þó að þau haldi það sjálf, eða vona það allavega.
Ég þori að fullyrða að ef kynjahlutfallið hefði verið í hina áttina, þ.e. fleiri konur en karlar, þá hefði feministafélagið ekki mótmælt neinu - það hefði jafnvel hugsanlega sent út yfirlýsingu um hve ánægðar þær væru með það. Ég fullyrði líka að okkur körlunum (í það minnsta mér) hefði líka bara verið nákvæmlega sama.
Davíð Oddsson, 4.9.2010 kl. 21:31
en hvað með talsmenn svartra, gulra og rauðskinna (reyndar ekki viss um að það séu íslenskir rauðskinnar til :) ) afhverju eiga þeir ekki sinn fulltrúa í ríkisstjórn eru þeir minna hæfir en konur til að stjórna? nei maður spyr sig!
Gremlins, 8.9.2010 kl. 17:15
Getur það verið að það sé ójafnvægi í kynjahlutfalli Alþingis afþví að færri konur bjóði sig fram?
Tóti (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 17:28
Það finnst mér líklegt já.
Eins og verið er að stilla þessu upp, þá er það þannig að ef það bjóða sig fram 20 karlar og 5 konur í 10 manna embætti á vegum ríkisins, þá ber að ráða allar konurnar og karlarnir 20 þurfa að kljást um þau 5 sæti sem eftir eru. Eins hlyti þetta að virka eins í hina áttina, þ.e. ef konurnar væru 20 og karlarnir 5 (eða hvað?)
Hið eina rétta í stöðunni væri náttúrulega að líta á þetta sem 25 einstaklinga sem væru að kljást um 10 sæti. Jafnrétti næst aldrei fram með mismunun. Fyrir utan það hvað slíkt misrétti hlýtur ávallt að bitna á endanum á þeim sem það á að hjálpa.
Davíð Oddsson, 13.10.2010 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.